Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 21:08 Halla Gunnarsdóttir er nýr formaður VR. Vísir Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður. Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira