Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Árni Sæberg skrifar 14. mars 2025 09:21 Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, fór þess á leit við Vilhjálm Árnason að rannsóknarnefnd Alþingis yrði skipuð vegna byrlunarmálsins svokallaða. Vísir Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011. Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011.
Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48