Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 15:45 Ingibjörg og svo þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum. Ingibjörg er afar ósátt við bókun meirihlutans í Reykjavík, svo ekki sé meira sagt. vísir/vilhelm Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann. „Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“ Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00
Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46
Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36