Best að sleppa áfenginu alveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. mars 2025 20:33 Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu er meðal þeirra sem hefur uppfært ráðleggingar Landlæknis um mataræði. Þar er í fyrsta skipti ráðlegging varðandi áfengi þar sem kemur fram að allra best sé að sleppa því. Vísir/ívar Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan. Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan.
Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03
Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44