Innlent

Fallast á vikulangt gæslu­varð­hald yfir fjórða ein­stak­lingnum

Lovísa Arnardóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Fjórir hafa nú verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun.
Fjórir hafa nú verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Vísir/Anton Brink

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á að úrskurða fjórða einstaklinginn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápsmáli. Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða konu. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæslusvarðhald. Þegar eru þrír í vikulöngu gæsluvarðhaldi sem rennur út næsta miðvikudag.

Málið varðar rannsókn á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést stuttu eftir komu á spítala.

Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kviknaði fljótlega grunur að um frelsissviptingu væri að ræða.

Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins. Fimm hefur verið sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur.

Í tilkynningu lögreglunnar fá því í gær kom fram að lögregla hefði frá því rannsókn hófst lagt hald á nokkrar bifreiðar, farið í húsleitir og yfirheyrt fjölda vitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×