Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 21:22 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í júní 2023 þegar tilkynnt var um lokunina. Stjórnarráðið Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira