Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 10:10 Tveir þremenningana eru grunaðir um að hafa aflað sér ríflega fimm milljónum króna á árstímabili. Vísir/Vilhelm Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46