Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson og Íris Björg Kristjánsdóttir skrifa 16. mars 2025 09:01 Viðsjárverðir tímar eru nú uppi í alþjóðamálum þar sem mörkin á milli friðar og stríðs eru óljós og ekki er hægt að útiloka að það ástand geti varað árum saman eða jafnvel í áratugi. Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir. Vendingar í alþjóðamálum, tækniframfarir, og samfélagslegar breytingar eru allt þættir sem hafa áhrif á alþjóðlega fólksflutninga, brotastarfsemi, hryðjuverkahættu og fjölþáttaógnir – og þar af leiðandi okkar eigið öryggi. Úr verður flókið samspil ólíkra þátta sem virða ekki landamæri og er nánast ómöguleiki fyrir okkur að kljást við ein. Staðan kallar einfaldlega á náið samstarf við önnur ríki. Eitt dæmi um slíkt alþjóðlegt samstarf, sem Ísland er aðili að, er Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Frontex, sem staðsett er í Varsjá, sinnir samhæfingarhlutverki á ytri landamærum Schengen svæðisins og veitir ríkjum þess aðstoð við landamæravörslu. Virðing fyrir grundvallarmannréttindum einstaklinga eru leiðarstef í allri starfsemi Frontex og dagleg framkvæmd landamæramálefna. Annað grunnstef Schengen samstarfsins er að gera einstaklingum kleift að ferðast löglega og óhindrað yfir landamæri innan Schengen svæðisins. Af hverju Frontex? Verulegur og margvíslegur ávinningur hlýst af samstarfinu fyrir Ísland og er einn angi þess aðgangur að upplýsingum sem auðveldar löggæslu á Íslandi að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi og ógnum, óreglulegum fólksflutningum, smygli á fólki og mansali. Þessar upplýsingar nýtast í svokallaðri áhættugreiningu, sem veitir löggæsluaðilum stöðumynd af helstu ógnum sem bregðast þarf við á landamærunum og nýtist til að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Sem þátttakandi í Schengen samstarfinu getur Ísland nýtt sér þá innviði sem Frontex hefur upp á að bjóða, ekki síst mannauð og þekkingu og þannig unnið betur að því markmiði að tryggja öryggi borgaranna. Frontex hefur umsjón með svokölluðu stöðuliði (e. standing corps), sem hefur það hlutverk að aðstoða við landamæravörslu. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum á vegum stöðuliðsins og má þar nefna móttöku á erlendum landamæravörðum og lögreglumönnum sem hafa komið hingað til tímabundinna starfa. Við njótum þannig góðs af miðlun þekkingar frá öðrum ríkjum í þessu samhengi. Samstarfið hefur líka veitt Íslandi tækifæri til að miðla þekkingu. Stærsta framlag Íslands til stöðuliðsins hefur verið framlag Landhelgisgæslunnar, sem hefur frá árinu 2010 lagt til bæði skip og eftirlitsflugvél, ásamt áhöfn, í sameiginleg verkefni á vegum Frontex. Í þeim verkefnum hefur Landhelgisgæslan komið að fjölmörgum verkefnum m.a. komið að björgun fólks í sjávarháska. Við sem þjóð getum verið stolt af framlagi okkar, ekki síst því hlutverki að koma fólki til bjargar á ögurstundu og á sama tíma stuðla að öruggari landamærum í Evrópu. Frontex í 20 ár Frontex fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli og samstarf Íslands við stofnunina hefur aldrei verið sterkara. Nýlega tilnefndum við okkar fyrsta tengslafulltrúa (e. liaison officer) til að starfa í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Varsjá. Með tilnefningunni er stigið mikilvægt skref í þá átt að styrkja samvinnu og samstarf Íslands við Frontex og er ætlaður ávinningur hennar m.a. að Ísland verði virkari þátttakandi í starfi Frontex, að efla upplýsingamiðlun til stofnana á Íslandi og styrkja enn frekar að rödd og sérstaða Íslands sem eyja fjarri meginlandi Evrópu heyrist í höfuðstöðvunum í Varsjá. Landamæri skipa stórt hlutverk í vörnum hvers lands og hjálpa okkur að takast á við þær ógnir sem steðja að hverju sinni. Með þátttöku okkar í Schengen samstarfinu og þar með aðild okkar að Frontex, erum við hluti af samfélagi þjóða sem vinna sameiginlega að því að tryggja örugg landamæri og þar með öryggi borgaranna innan ríkis. Fyrirséð er að nýlegar vendingar og óvissa í alþjóðamálum muni kalla á aukna aðgerðagetu landamæra- og löggæslustofnana hér á landi og enn öflugra samstarfi við alþjóðlegar stofnanir í málefnum landamæra. Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnarborði Frontex. Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs ríkislögreglustjóra og varamaður í stjórnarborði Frontex. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Viðsjárverðir tímar eru nú uppi í alþjóðamálum þar sem mörkin á milli friðar og stríðs eru óljós og ekki er hægt að útiloka að það ástand geti varað árum saman eða jafnvel í áratugi. Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir. Vendingar í alþjóðamálum, tækniframfarir, og samfélagslegar breytingar eru allt þættir sem hafa áhrif á alþjóðlega fólksflutninga, brotastarfsemi, hryðjuverkahættu og fjölþáttaógnir – og þar af leiðandi okkar eigið öryggi. Úr verður flókið samspil ólíkra þátta sem virða ekki landamæri og er nánast ómöguleiki fyrir okkur að kljást við ein. Staðan kallar einfaldlega á náið samstarf við önnur ríki. Eitt dæmi um slíkt alþjóðlegt samstarf, sem Ísland er aðili að, er Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Frontex, sem staðsett er í Varsjá, sinnir samhæfingarhlutverki á ytri landamærum Schengen svæðisins og veitir ríkjum þess aðstoð við landamæravörslu. Virðing fyrir grundvallarmannréttindum einstaklinga eru leiðarstef í allri starfsemi Frontex og dagleg framkvæmd landamæramálefna. Annað grunnstef Schengen samstarfsins er að gera einstaklingum kleift að ferðast löglega og óhindrað yfir landamæri innan Schengen svæðisins. Af hverju Frontex? Verulegur og margvíslegur ávinningur hlýst af samstarfinu fyrir Ísland og er einn angi þess aðgangur að upplýsingum sem auðveldar löggæslu á Íslandi að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi og ógnum, óreglulegum fólksflutningum, smygli á fólki og mansali. Þessar upplýsingar nýtast í svokallaðri áhættugreiningu, sem veitir löggæsluaðilum stöðumynd af helstu ógnum sem bregðast þarf við á landamærunum og nýtist til að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Sem þátttakandi í Schengen samstarfinu getur Ísland nýtt sér þá innviði sem Frontex hefur upp á að bjóða, ekki síst mannauð og þekkingu og þannig unnið betur að því markmiði að tryggja öryggi borgaranna. Frontex hefur umsjón með svokölluðu stöðuliði (e. standing corps), sem hefur það hlutverk að aðstoða við landamæravörslu. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum á vegum stöðuliðsins og má þar nefna móttöku á erlendum landamæravörðum og lögreglumönnum sem hafa komið hingað til tímabundinna starfa. Við njótum þannig góðs af miðlun þekkingar frá öðrum ríkjum í þessu samhengi. Samstarfið hefur líka veitt Íslandi tækifæri til að miðla þekkingu. Stærsta framlag Íslands til stöðuliðsins hefur verið framlag Landhelgisgæslunnar, sem hefur frá árinu 2010 lagt til bæði skip og eftirlitsflugvél, ásamt áhöfn, í sameiginleg verkefni á vegum Frontex. Í þeim verkefnum hefur Landhelgisgæslan komið að fjölmörgum verkefnum m.a. komið að björgun fólks í sjávarháska. Við sem þjóð getum verið stolt af framlagi okkar, ekki síst því hlutverki að koma fólki til bjargar á ögurstundu og á sama tíma stuðla að öruggari landamærum í Evrópu. Frontex í 20 ár Frontex fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli og samstarf Íslands við stofnunina hefur aldrei verið sterkara. Nýlega tilnefndum við okkar fyrsta tengslafulltrúa (e. liaison officer) til að starfa í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Varsjá. Með tilnefningunni er stigið mikilvægt skref í þá átt að styrkja samvinnu og samstarf Íslands við Frontex og er ætlaður ávinningur hennar m.a. að Ísland verði virkari þátttakandi í starfi Frontex, að efla upplýsingamiðlun til stofnana á Íslandi og styrkja enn frekar að rödd og sérstaða Íslands sem eyja fjarri meginlandi Evrópu heyrist í höfuðstöðvunum í Varsjá. Landamæri skipa stórt hlutverk í vörnum hvers lands og hjálpa okkur að takast á við þær ógnir sem steðja að hverju sinni. Með þátttöku okkar í Schengen samstarfinu og þar með aðild okkar að Frontex, erum við hluti af samfélagi þjóða sem vinna sameiginlega að því að tryggja örugg landamæri og þar með öryggi borgaranna innan ríkis. Fyrirséð er að nýlegar vendingar og óvissa í alþjóðamálum muni kalla á aukna aðgerðagetu landamæra- og löggæslustofnana hér á landi og enn öflugra samstarfi við alþjóðlegar stofnanir í málefnum landamæra. Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnarborði Frontex. Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs ríkislögreglustjóra og varamaður í stjórnarborði Frontex.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun