Áreitið hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 21:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir áreiti í garð starfsfólks sendiráðs Rússlands hafa verið stóra ástæðu fyrir því að sendiráðinu var lokað. Vísir/Arnar Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað. Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira