„Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 15:11 Bandarískir embættismenn segjast hafa drepið marga leiðtoga Hútanna. AP Umfangsmiklar loftárásir Bandaríkjanna á skotmörk í Jemen í gærkvöld urðu nokkrum leiðtogum Húta að bana að sögn þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að beita Húta „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til þeir létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við bandaríska miðilinn ABC að árásirnar hefðu verið hnitmiðaðar en áhrifamiklar. „Þetta var ekki einhver nálastunga, fram og til baka neitt, sem reyndist algjörlega ófullnægjandi,“ sagði Mike Waltz og gagnrýndi í leiðinni viðbrögð Joe Bidens forvera Trumps við aukinni dirfsku Hútanna í Rauðahafi. „Þetta var yfirþyrmandi svar sem hafði fleiri leiðtoga Hútanna að skotmarki og varð þeim að bana (e. took them out). Munurinn hér er, fyrir það fyrsta að ráðast að leiðtogum Húta og annað að draga Írani til ábyrgðar,“ sagði hann svo. Fram hefur komið að bandarískir embættismenn segi að árásirnar gætu haldið áfram í nokkrar vikur en að það hengi allt á viðbrögðum Húta. Vopnageymslur Húta séu djúpt grafin í jörðu og erfiðlega hefur gengið að finna þær. Þær eru taldnar framleiddar í niðurgröfnum verksmiðjum og þeim er einnig smyglað til landsins frá Íran, dyggum stuðningsaðilum sveitanna. 31 hið minnsta liggur í valnum eftir loftárásir næturinnar og segja Hútar að þar sé að mestu um að ræða konur og börn. Leiðtogar Húta heita því að svara fyrir árásirnar. Hútar fara með völd í Sanaa, höfuðborgar Jemen, og stórum hlutum landsins norðan- og vestanverðs. Þeir hafa háð blóðuga styrjöld við viðurkennd stjórnvöld í Íran um árabil. Bandaríkin Jemen Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við bandaríska miðilinn ABC að árásirnar hefðu verið hnitmiðaðar en áhrifamiklar. „Þetta var ekki einhver nálastunga, fram og til baka neitt, sem reyndist algjörlega ófullnægjandi,“ sagði Mike Waltz og gagnrýndi í leiðinni viðbrögð Joe Bidens forvera Trumps við aukinni dirfsku Hútanna í Rauðahafi. „Þetta var yfirþyrmandi svar sem hafði fleiri leiðtoga Hútanna að skotmarki og varð þeim að bana (e. took them out). Munurinn hér er, fyrir það fyrsta að ráðast að leiðtogum Húta og annað að draga Írani til ábyrgðar,“ sagði hann svo. Fram hefur komið að bandarískir embættismenn segi að árásirnar gætu haldið áfram í nokkrar vikur en að það hengi allt á viðbrögðum Húta. Vopnageymslur Húta séu djúpt grafin í jörðu og erfiðlega hefur gengið að finna þær. Þær eru taldnar framleiddar í niðurgröfnum verksmiðjum og þeim er einnig smyglað til landsins frá Íran, dyggum stuðningsaðilum sveitanna. 31 hið minnsta liggur í valnum eftir loftárásir næturinnar og segja Hútar að þar sé að mestu um að ræða konur og börn. Leiðtogar Húta heita því að svara fyrir árásirnar. Hútar fara með völd í Sanaa, höfuðborgar Jemen, og stórum hlutum landsins norðan- og vestanverðs. Þeir hafa háð blóðuga styrjöld við viðurkennd stjórnvöld í Íran um árabil.
Bandaríkin Jemen Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira