Skagamenn greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en Hinrik hefur verið á mála hjá ÍA frá því í október 2023. Áður lék Hinrik með uppeldisfélagi sínu, Þrótti.
„Hinrik gekk til liðs við ÍA frá Þrótti Reykjavík fyrir tímabilið 2024 og hefur á skömmum tíma sannað sig sem öflugur og metnaðarfullur leikmaður. Með frammistöðu sinni hefur hann vakið athygli og nú gefst honum tækifæri til að taka næstu skref á ferlinum,“ segir í tilkynningu ÍA.
Alls lék Hinrik 38 leiki fyrir ÍA og skoraði í þeim 15 mörk.