Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 11:30 Dan Burn setti mikinn kraft í skallann og fagnaðarlætin í kjölfarið. AFP/Henry Nicholls Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum. Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira