Innherji

Raunarð­semin um­tals­vert lægri en hjá öðrum stórum nor­rænum bönkum

Hörður Ægisson skrifar
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, fjallaði meðal annars um það á aðalfundi hvernig bankanum hefði tekist til við að greiða út umfram eigið fé til hluthafa en frá árinu 2018 nema þær útgreiðslur samanlagt um 174 milljörðum. 
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, fjallaði meðal annars um það á aðalfundi hvernig bankanum hefði tekist til við að greiða út umfram eigið fé til hluthafa en frá árinu 2018 nema þær útgreiðslur samanlagt um 174 milljörðum.  Vísir/Vilhelm

Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum.


Tengdar fréttir

Þarf meira til en samnýtingu inn­viða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins

Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum.

Hvað hefur gerst frá lækkun banka­skatts?

Reglulega kemur upp umræða um áhrif af lækkun hins svokallaða bankaskatts á skuldir fjármálafyrirtækja sem tók gildi árið 2020. Spurt hefur verið hvort að sú lækkun hafi skilað sér til viðskiptavina bankanna og þá að hve miklu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×