Þingmanni blöskrar svör Rósu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2025 12:44 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er hugsi yfir ákvörðun þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu. Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“ Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“
Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira