Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar 18. mars 2025 13:18 Það getur verið róttækt sjónarhorn í samræðu að sjá hið persónulega sem pólitískt og hið pólitíska sem persónulegt. En þessa dagana deila sósíalistar og erfitt að átta sig á því hvað er persónulegt og hvað pólitískt í deilunni. Er hið pólitíska deiluefni dulið undir persónulegum ásökunum með þeim afleiðingum að ómögulegt reynist að ræða hið pólitíska án þess að lenda í persónulegum ógöngum? Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi blandast ásökunum um formgerð flokks sem er ýmist talinn of lýðræðislegur eða of ólýðræðislegur. Þegar menn svo reyna að svara ásökunum um lýðræðisvanda flokksins eru þeir ekki bara ásakaðir um að auðsýna þar með ólýðræði heldur taka jafnframt þátt í einelti og ofbeldi. Sósíalistum er því að mínu mati stillt upp við vegg þessa dagana; annað hvort trúa þeir þolandanum og treysta honum til að mynda nýja forystu í flokknum eða þeir stimpla sig út sem gerendameðvirkir og eru á móti sjálfsögðum endurbótum á flokknum. Þessi ómálefnalega og áróðurskennda umræða er alvarleg aðför að allri þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan sósíalískrar hreyfingar á Íslandi í þrotlausri baráttu grasrótar og flokksheildar í þágu almennings og þeirra sem minna mega sín. Ég verð bara að segja að mér finnst það sérlega lúalegt að nokkrir félagar leyfi sér að vega að því góða starfi á þennan undarlega máta í stað þess að leita leiða til að leiða málin til lykta innan flokksins. Enginn vill efast um upplifun þolanda, og mér dettur ekki til hugar að efast um upplifun og líðan Karls Héðins og að nauðsynlegt sé að ræða reglulega og opinskátt um innri málefni flokksins og líðan hvers og eins. En þessi yfirlýsingaglaði samsláttur þykir mér byggjast að stórum hluta á óheilindum og rangfærslum. Það er til dæmis ekkert erfitt að gera sér í hugarlund að þursinn hann Gunnar Smári urri og gagnrýni óblítt þá sem vinna ekki af einurð að málefninu, hann sem ruddi brautina einmitt með því að segja það sem honum fannst og fegra ekki sannleikann. Það er því leikur einn að fá fjöldann til að trúa ásökununum. Persónulega uppgjörið er þá sem silkihanski utan um pólitískan stálhnefa. Mér finnst ómaklegt að mega ekki ræða öll hnefahöggin í garð fagmennsku í Sósíalistaflokki og á vettvangi Samstöðvar án þess að vera sökuð um gerendameðvirkni og að gera lítið úr þolendastöðunni. Ég læt ekki hræða mig frá því að tjá andstöðu mína gagnvart niðurrifi sósíalískrar hreyfingar á Íslandi með ásökunum um meðvirkni, þöggun, útskúfun annarra skoðanna og aðdróttunum um and-sósíalíska frammistöðu á Samstöðinni. Ég hef um nokkurt skeið velt því fyrir mér hvort þeir flokksmenn, sem þrátt fyrir ítrekuð upphlaup hafa ekki fengið and-lýðræðislegar breytingatillögur sínar samþykktar, muni þrátt fyrir allt reyna að þvinga sínum leníníska sósíalisma gegnum strúktúr flokksins. Sá strúktúr er einmitt hugsaður til að koma í veg fyrir að völd safnist á fárra hendur og hægt sé að umbreyta flokknum í gamaldags Valdaflokk með eins konar valdaráni þeirra sem huga meira að eigin hagsmunum og framgangi sinnar klíku heldur en að valdeflingu alls almennings frammi fyrir ofurvaldi auðhringja og óréttláts stórn- og skattkerfis. Og ég fékk svarið. Með því að yfirtaka nánast hvern einasta fund með upphrópunum um þöggun og ofbeldi, yfirlýsingum og aðdróttunum varð smám saman illmögulegt að ræða málin af viti. Og þegar búið var að lama innra flokksstarf með illindum og undirróðri tóku við háfleygar yfirlýsingar um hvað vinnufundir sem gagnrýndu gamla flokkinn hefðu verið þarfir og vel heppaðir og síðan ásakanir um að gamla liðið væri á móti þessum fundum. Sannleikurinn var þó sá að enginn var í sjálfu sér á móti þessum fundum, síður en svo og áætlað er að fara yfir niðurstöður þeirra, en vinnuhópar áttu enn eftir að skila niðurstöðum og því eðlilegt að umræðan frestaðist. Ég persónulega fór ekki á þessa fundi þar sem ég vildi ekki þurfa að upplifa ásakanir og illindi en ég gladdist þegar ég heyrði að vel hefði gengið. Ég kannast ekki við þetta mál í samfélagsmiðlaumræðunni og flest önnur mál sem vísað er til í umræðunni núna virðast vera allt önnur mál en koma fram í samtali við annað flokksfólk og í fundargerðum, samþykktum, kosninganiðurstöðum, uppgjörum, könnunum, kvittunum, skýrslum. Þótt allt sé uppi á borðum er greinilega léttara að hrópa misferli og útilokun heldur en að lesa sig í gegnum það allt og rifja upp hin flóknu lýðræðislegu ferli. Ég velti því fyrir mér núna hvernig það fari eiginlega saman að vilja halda grasrótarfyrirkomulagi flokksins en halda um leið að allt muni lagast ef skipt sé um menn í brúnni, forystan efld og leiðtogi taki af skarið eins og í öðrum flokkum? Því þeir sem hafa rætt mest um ólýðræðið í flokknum hafa með orði og æði grafið undan lýðræðislegri formgerð flokksins. Og þeir sem hafa rætt mest um einræðistilburðina sem viðgangast í flokknum hafa helst reynt að styrkja stigveldið og stefna af festu inn í valdastöðurnar, ná flokknum út úr hinni kvenlegu formgerð slembivals og sáttasamræðu grasrótar og dæma ekki bara tilraunirnar sem misheppnaðar heldur líka sjálfa aðferðina eða formgerðina. Formenn stjórna flokksins hafa hins vegar haldið sig við valddreifingu og slembival og þau hafa þurft að berjast fyrir því að halda valdinu dreifðu þegar einstaklingar eða litlir hópar hafa viljað yfirtaka heilu málefnasviðin. Það má til dæmis nefna að María Pétursdóttir hefur unnið ótrúlegt starf og haldið tengslunum við grasrótina lifandi en hlotið annað en lof fyrir. Málið snýst um vald og valddreifingu; hvort við ætlum að gefa þessari róttæku valddreifðu formgerð séns eða láta alræðis-trend samtímans lokka okkur inn í stigveldi og gamaldags leiðtogablæti. Er ekki búið að misskilja frasann um alræði öreiganna aðeins of oft? Er ekki komið að lýðræðinu, loksins alvöru lýðræði þar sem grasrót og landsbyggð eflist í virkri samræðu og smám saman en ekki með því að treysta nýrri og öflugri forystusveit fyrir sér. Nú þurfum við að læra af reynslunni, reyna að breyta og bæta verklag og verkferla, vinnulag og anda og efla samstarfið sem oft vill molna úr vegna þess hversu fáir hafa hingað til verið á vaktinni, vegna brothættrar stöðu og lítils fjármagns etc. Núna loksins þegar æ fleiri vilja starfa í sósíalískri hreyfingu og einhver von er til árangurs er svo spennandi að láta reyna á lýðræðislega formgerð flokksins og leyfa henni að virkjast af alvöru. Það hefur aldrei verið jafn mikill samtakamáttur í sósíalismanum. En það eru umbrotatímar og ýmsir enn í sárum, jafnvel flokkurinn sjálfur eftir erfitt kosningastríð. Og þá finnst mér við þurfum að leyfa réttlætisbaráttunni að njóta efans og spyrja okkur hvort sé nokkuð verið að gera tilraun, vitandi eða óafvitandi, til að brjóta viðkvæman flokkinn niður til að auðvelda yfirtöku hans og réttlæta breytingar á málefnalegu inntaki hans og valdaformgerð án vandkvæða. Samstöðin stendur líka á tímamótum. Hún er að stærstum hluta styrkt af áskrifendum en að hluta til af Sósíalistaflokknum. Sami hópur og gagnrýnir formgerð flokksins gagnrýnir nú leynt og ljóst ritstjórnarstefnu Samstöðvarinnar og virðist finnast sem Sósíalistaflokkurinn fái heldur lítið fyrir sinn snúð og of margar ó-sósíalískar raddir fái hljómgrunn, það ætti öllu heldur að ritstýra og ritskoða, þagga raddir sem ekki eru sammála sósíalistum. Ég velti því fyrir mér hvort menn vilji í alvöru smætta vettvanginn niður í áróðurstæki. Á sama tíma og þátttaka í samræðu Samstöðvarinnar eykst og grundvöllur gagnrýnnar umræðu styrkist vilja menn þá virkilega fara afturábak og gera stöðina að gamaldags málgagni? Og er það virkilega sannfærandi að krefjast þeirra breytinga í nafni umbóta og framsýni? Þess má geta að þessi vettvangur hefur alla tíð verið opinn ungum og öldnum sósíalistum um allt land og tengiliðir þeirra hvattir til að nota sér vettvanginn meira, taka sér dagskrárvald og þiggja aðstoð. En samt er talað um þöggun og útskúfun. Ég hef beðið flokksfélaga um að fá gagnrýnina upp á borðið og ræða hana og jú sumir hafa sagt mér en undirróðurinn hefur meira grafið undan Samstöðinni og alls óvíst hvort hún lifi hann af. Það er vissulega skítt og sárt. Mig langar að nefna þann andlega þrótt og eldmóð sem ég hef kynnst á Samstöðinni og líka í Sósíalistaflokknum. Brautryðjendaorkan getur vissulega verið ómstríð og ögrandi og vettvangur gagnrýninnar opinnar umræðu kallað á átök. Eins er sjálfboðaliðsstarfið þreytandi og fáir sem halda það út. Þau sem hafa staðið vaktina frá stofnun flokksins hafa sýnt ótrúlegt langlundargeð og þrautsegju. Þau ganga úr stjórnum flokksins í vor og því finnst manni skrýtið að þurfa að ýta svo mjög á eftir þeim. En líklega snýst þessi undirróður ekki bara um forystufólkið heldur aðferð við að gera lítið úr samstarfi og samráði. Ýmsir hafa til dæmis rætt um að Gunnar Smári sé ekki bara andlegur bakhjarl þeirra sem standa í framlínu baráttunnar heldur þvingi hann til dæmis Sönnu til aðgerða. Ég á varla orð yfir slíkri kvenfyrirlitningu og held að þeir sem kynnst hafi Sönnu Magdalenu viti að hún lætur ekki ráðskast með sig. Hún treystir sinni góðu dómgreind á sama tíma og hún treystir á samræðu og samráð. Ég vona svo sannarlega að við berum gæfu til þess að leysa úr persónulegum illindum og heila sárindi í samstarfinu, axla ábyrgð og skila skömminni þangað sem hún á heima af heilindum. Og ég vona líka að við náum að hlúa að sjálfri samræðunni og lýðræðinu innan flokksins sjálfs og opna hann gagnvart öllum þeim sem vilja taka þátt í umbótastarfi á breiðum grundvelli grasrótarinnar þar sem hver rödd skiptir máli og fær aðstoð við að efla sína tjáningu og öðlast hljómgrunn, í Vorstjörnu, á Samstöð og annars staðar. Ég hef starfað með Gunnari Smára á vettvangi sósíalisma og Samstöðvar í nokkur ár og hef orðið vitni að brautryðjandi þreki hans og óþreytandi tilraunum til að dreifa því valdi sem hefur safnast upp í kringum hans störf. Hann hefur sýnt samstarfsfólki sínu mikið traust en gerir líka miklar kröfur, þó ekki eins miklar og hann gerir til sjálfs sín. Það fer enginn út í hugsjónastarf nema af heilum hug, líkama og sál, það vita allir sem reynt hafa. Og það tekur á. En í slíku samstarfi öðlast maður smám saman kjark til að nýta sér tjáningarfrelsið og taka þátt í skörpum skoðanaskiptum. Það hlýtur að vera okkur mikilvægt að geta tekist á og verið ósammála. Bæði Sósíalistaflokkurinn og Samstöðin eiga að mínu viti að vera vettvangur ólíkra sjónarhorna, frjálsra skoðanaskipta. Sósíalisminn eða samfélagshyggjan er persónuleg og pólitísk áskorun. Ekki persónuleg og pólitísk gíslataka eða yfirtaka. Kannski þetta skeyti mitt verði af sumum túlkað sem skólabókadæmi um afneitun á vandanum en ég veit að bæði persónulega og pólitískt stend ég með þolendum ranglætis og með opinni gagnrýnni samræðu. Og ég vona innilega að við náum að ræða af krafti um persónuleg áföll og særindi, einelti og ofbeldi, útskúfun og inngildingu og líka um hugmyndafræðilegan ágreining, formgerðir félagshyggjunnar, bjargráð lýðræðisins, stríð og frið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða farald! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið róttækt sjónarhorn í samræðu að sjá hið persónulega sem pólitískt og hið pólitíska sem persónulegt. En þessa dagana deila sósíalistar og erfitt að átta sig á því hvað er persónulegt og hvað pólitískt í deilunni. Er hið pólitíska deiluefni dulið undir persónulegum ásökunum með þeim afleiðingum að ómögulegt reynist að ræða hið pólitíska án þess að lenda í persónulegum ógöngum? Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi blandast ásökunum um formgerð flokks sem er ýmist talinn of lýðræðislegur eða of ólýðræðislegur. Þegar menn svo reyna að svara ásökunum um lýðræðisvanda flokksins eru þeir ekki bara ásakaðir um að auðsýna þar með ólýðræði heldur taka jafnframt þátt í einelti og ofbeldi. Sósíalistum er því að mínu mati stillt upp við vegg þessa dagana; annað hvort trúa þeir þolandanum og treysta honum til að mynda nýja forystu í flokknum eða þeir stimpla sig út sem gerendameðvirkir og eru á móti sjálfsögðum endurbótum á flokknum. Þessi ómálefnalega og áróðurskennda umræða er alvarleg aðför að allri þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan sósíalískrar hreyfingar á Íslandi í þrotlausri baráttu grasrótar og flokksheildar í þágu almennings og þeirra sem minna mega sín. Ég verð bara að segja að mér finnst það sérlega lúalegt að nokkrir félagar leyfi sér að vega að því góða starfi á þennan undarlega máta í stað þess að leita leiða til að leiða málin til lykta innan flokksins. Enginn vill efast um upplifun þolanda, og mér dettur ekki til hugar að efast um upplifun og líðan Karls Héðins og að nauðsynlegt sé að ræða reglulega og opinskátt um innri málefni flokksins og líðan hvers og eins. En þessi yfirlýsingaglaði samsláttur þykir mér byggjast að stórum hluta á óheilindum og rangfærslum. Það er til dæmis ekkert erfitt að gera sér í hugarlund að þursinn hann Gunnar Smári urri og gagnrýni óblítt þá sem vinna ekki af einurð að málefninu, hann sem ruddi brautina einmitt með því að segja það sem honum fannst og fegra ekki sannleikann. Það er því leikur einn að fá fjöldann til að trúa ásökununum. Persónulega uppgjörið er þá sem silkihanski utan um pólitískan stálhnefa. Mér finnst ómaklegt að mega ekki ræða öll hnefahöggin í garð fagmennsku í Sósíalistaflokki og á vettvangi Samstöðvar án þess að vera sökuð um gerendameðvirkni og að gera lítið úr þolendastöðunni. Ég læt ekki hræða mig frá því að tjá andstöðu mína gagnvart niðurrifi sósíalískrar hreyfingar á Íslandi með ásökunum um meðvirkni, þöggun, útskúfun annarra skoðanna og aðdróttunum um and-sósíalíska frammistöðu á Samstöðinni. Ég hef um nokkurt skeið velt því fyrir mér hvort þeir flokksmenn, sem þrátt fyrir ítrekuð upphlaup hafa ekki fengið and-lýðræðislegar breytingatillögur sínar samþykktar, muni þrátt fyrir allt reyna að þvinga sínum leníníska sósíalisma gegnum strúktúr flokksins. Sá strúktúr er einmitt hugsaður til að koma í veg fyrir að völd safnist á fárra hendur og hægt sé að umbreyta flokknum í gamaldags Valdaflokk með eins konar valdaráni þeirra sem huga meira að eigin hagsmunum og framgangi sinnar klíku heldur en að valdeflingu alls almennings frammi fyrir ofurvaldi auðhringja og óréttláts stórn- og skattkerfis. Og ég fékk svarið. Með því að yfirtaka nánast hvern einasta fund með upphrópunum um þöggun og ofbeldi, yfirlýsingum og aðdróttunum varð smám saman illmögulegt að ræða málin af viti. Og þegar búið var að lama innra flokksstarf með illindum og undirróðri tóku við háfleygar yfirlýsingar um hvað vinnufundir sem gagnrýndu gamla flokkinn hefðu verið þarfir og vel heppaðir og síðan ásakanir um að gamla liðið væri á móti þessum fundum. Sannleikurinn var þó sá að enginn var í sjálfu sér á móti þessum fundum, síður en svo og áætlað er að fara yfir niðurstöður þeirra, en vinnuhópar áttu enn eftir að skila niðurstöðum og því eðlilegt að umræðan frestaðist. Ég persónulega fór ekki á þessa fundi þar sem ég vildi ekki þurfa að upplifa ásakanir og illindi en ég gladdist þegar ég heyrði að vel hefði gengið. Ég kannast ekki við þetta mál í samfélagsmiðlaumræðunni og flest önnur mál sem vísað er til í umræðunni núna virðast vera allt önnur mál en koma fram í samtali við annað flokksfólk og í fundargerðum, samþykktum, kosninganiðurstöðum, uppgjörum, könnunum, kvittunum, skýrslum. Þótt allt sé uppi á borðum er greinilega léttara að hrópa misferli og útilokun heldur en að lesa sig í gegnum það allt og rifja upp hin flóknu lýðræðislegu ferli. Ég velti því fyrir mér núna hvernig það fari eiginlega saman að vilja halda grasrótarfyrirkomulagi flokksins en halda um leið að allt muni lagast ef skipt sé um menn í brúnni, forystan efld og leiðtogi taki af skarið eins og í öðrum flokkum? Því þeir sem hafa rætt mest um ólýðræðið í flokknum hafa með orði og æði grafið undan lýðræðislegri formgerð flokksins. Og þeir sem hafa rætt mest um einræðistilburðina sem viðgangast í flokknum hafa helst reynt að styrkja stigveldið og stefna af festu inn í valdastöðurnar, ná flokknum út úr hinni kvenlegu formgerð slembivals og sáttasamræðu grasrótar og dæma ekki bara tilraunirnar sem misheppnaðar heldur líka sjálfa aðferðina eða formgerðina. Formenn stjórna flokksins hafa hins vegar haldið sig við valddreifingu og slembival og þau hafa þurft að berjast fyrir því að halda valdinu dreifðu þegar einstaklingar eða litlir hópar hafa viljað yfirtaka heilu málefnasviðin. Það má til dæmis nefna að María Pétursdóttir hefur unnið ótrúlegt starf og haldið tengslunum við grasrótina lifandi en hlotið annað en lof fyrir. Málið snýst um vald og valddreifingu; hvort við ætlum að gefa þessari róttæku valddreifðu formgerð séns eða láta alræðis-trend samtímans lokka okkur inn í stigveldi og gamaldags leiðtogablæti. Er ekki búið að misskilja frasann um alræði öreiganna aðeins of oft? Er ekki komið að lýðræðinu, loksins alvöru lýðræði þar sem grasrót og landsbyggð eflist í virkri samræðu og smám saman en ekki með því að treysta nýrri og öflugri forystusveit fyrir sér. Nú þurfum við að læra af reynslunni, reyna að breyta og bæta verklag og verkferla, vinnulag og anda og efla samstarfið sem oft vill molna úr vegna þess hversu fáir hafa hingað til verið á vaktinni, vegna brothættrar stöðu og lítils fjármagns etc. Núna loksins þegar æ fleiri vilja starfa í sósíalískri hreyfingu og einhver von er til árangurs er svo spennandi að láta reyna á lýðræðislega formgerð flokksins og leyfa henni að virkjast af alvöru. Það hefur aldrei verið jafn mikill samtakamáttur í sósíalismanum. En það eru umbrotatímar og ýmsir enn í sárum, jafnvel flokkurinn sjálfur eftir erfitt kosningastríð. Og þá finnst mér við þurfum að leyfa réttlætisbaráttunni að njóta efans og spyrja okkur hvort sé nokkuð verið að gera tilraun, vitandi eða óafvitandi, til að brjóta viðkvæman flokkinn niður til að auðvelda yfirtöku hans og réttlæta breytingar á málefnalegu inntaki hans og valdaformgerð án vandkvæða. Samstöðin stendur líka á tímamótum. Hún er að stærstum hluta styrkt af áskrifendum en að hluta til af Sósíalistaflokknum. Sami hópur og gagnrýnir formgerð flokksins gagnrýnir nú leynt og ljóst ritstjórnarstefnu Samstöðvarinnar og virðist finnast sem Sósíalistaflokkurinn fái heldur lítið fyrir sinn snúð og of margar ó-sósíalískar raddir fái hljómgrunn, það ætti öllu heldur að ritstýra og ritskoða, þagga raddir sem ekki eru sammála sósíalistum. Ég velti því fyrir mér hvort menn vilji í alvöru smætta vettvanginn niður í áróðurstæki. Á sama tíma og þátttaka í samræðu Samstöðvarinnar eykst og grundvöllur gagnrýnnar umræðu styrkist vilja menn þá virkilega fara afturábak og gera stöðina að gamaldags málgagni? Og er það virkilega sannfærandi að krefjast þeirra breytinga í nafni umbóta og framsýni? Þess má geta að þessi vettvangur hefur alla tíð verið opinn ungum og öldnum sósíalistum um allt land og tengiliðir þeirra hvattir til að nota sér vettvanginn meira, taka sér dagskrárvald og þiggja aðstoð. En samt er talað um þöggun og útskúfun. Ég hef beðið flokksfélaga um að fá gagnrýnina upp á borðið og ræða hana og jú sumir hafa sagt mér en undirróðurinn hefur meira grafið undan Samstöðinni og alls óvíst hvort hún lifi hann af. Það er vissulega skítt og sárt. Mig langar að nefna þann andlega þrótt og eldmóð sem ég hef kynnst á Samstöðinni og líka í Sósíalistaflokknum. Brautryðjendaorkan getur vissulega verið ómstríð og ögrandi og vettvangur gagnrýninnar opinnar umræðu kallað á átök. Eins er sjálfboðaliðsstarfið þreytandi og fáir sem halda það út. Þau sem hafa staðið vaktina frá stofnun flokksins hafa sýnt ótrúlegt langlundargeð og þrautsegju. Þau ganga úr stjórnum flokksins í vor og því finnst manni skrýtið að þurfa að ýta svo mjög á eftir þeim. En líklega snýst þessi undirróður ekki bara um forystufólkið heldur aðferð við að gera lítið úr samstarfi og samráði. Ýmsir hafa til dæmis rætt um að Gunnar Smári sé ekki bara andlegur bakhjarl þeirra sem standa í framlínu baráttunnar heldur þvingi hann til dæmis Sönnu til aðgerða. Ég á varla orð yfir slíkri kvenfyrirlitningu og held að þeir sem kynnst hafi Sönnu Magdalenu viti að hún lætur ekki ráðskast með sig. Hún treystir sinni góðu dómgreind á sama tíma og hún treystir á samræðu og samráð. Ég vona svo sannarlega að við berum gæfu til þess að leysa úr persónulegum illindum og heila sárindi í samstarfinu, axla ábyrgð og skila skömminni þangað sem hún á heima af heilindum. Og ég vona líka að við náum að hlúa að sjálfri samræðunni og lýðræðinu innan flokksins sjálfs og opna hann gagnvart öllum þeim sem vilja taka þátt í umbótastarfi á breiðum grundvelli grasrótarinnar þar sem hver rödd skiptir máli og fær aðstoð við að efla sína tjáningu og öðlast hljómgrunn, í Vorstjörnu, á Samstöð og annars staðar. Ég hef starfað með Gunnari Smára á vettvangi sósíalisma og Samstöðvar í nokkur ár og hef orðið vitni að brautryðjandi þreki hans og óþreytandi tilraunum til að dreifa því valdi sem hefur safnast upp í kringum hans störf. Hann hefur sýnt samstarfsfólki sínu mikið traust en gerir líka miklar kröfur, þó ekki eins miklar og hann gerir til sjálfs sín. Það fer enginn út í hugsjónastarf nema af heilum hug, líkama og sál, það vita allir sem reynt hafa. Og það tekur á. En í slíku samstarfi öðlast maður smám saman kjark til að nýta sér tjáningarfrelsið og taka þátt í skörpum skoðanaskiptum. Það hlýtur að vera okkur mikilvægt að geta tekist á og verið ósammála. Bæði Sósíalistaflokkurinn og Samstöðin eiga að mínu viti að vera vettvangur ólíkra sjónarhorna, frjálsra skoðanaskipta. Sósíalisminn eða samfélagshyggjan er persónuleg og pólitísk áskorun. Ekki persónuleg og pólitísk gíslataka eða yfirtaka. Kannski þetta skeyti mitt verði af sumum túlkað sem skólabókadæmi um afneitun á vandanum en ég veit að bæði persónulega og pólitískt stend ég með þolendum ranglætis og með opinni gagnrýnni samræðu. Og ég vona innilega að við náum að ræða af krafti um persónuleg áföll og særindi, einelti og ofbeldi, útskúfun og inngildingu og líka um hugmyndafræðilegan ágreining, formgerðir félagshyggjunnar, bjargráð lýðræðisins, stríð og frið. Höfundur er rithöfundur.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða farald! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun