Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 16:25 Jón Pétur Zimsen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér. „Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“ Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
„Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“
Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02
„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49