Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2025 19:15 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar að bíða með endurreisn í Grindavík. Fannar Jónasson bæjarstjóri vill hins vegar verja innviði og hefja uppbyggingu sem fyrst. Vísir Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira