Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2025 21:02 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. Vísir/Stefán Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða. Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða.
Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira