Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 20. mars 2025 07:31 Nýr meirihluti borgarinnar virðist ætla að friðþægja Flokk fólksins sem hefur talað fyrir því að ryðja nýtt land með því að vísa uppbyggingu á Geldinganesi í nefnd. Raunverulegur áhugi á uppbyggingu virðist takmarkaður þrátt fyrir yfirlýsingar um mikil uppbyggingaráform. Tímabært að taka ákvörðun Það er mikið fagnaðarefni að vinna við valkostagreiningu um legu Sundabrautar er langt komin. Nú liggur því fyrir að taka þarf ákvörðun um hvar Sundabraut fari yfir Geldinganes og hvernig mislæg gatnamót á Geldinganesi verði hönnuð. Ýmsar gerðir mislægra gatnamóta koma til greina en ef skipuleggja á byggð á Geldinganesi er mikilvægt að hönnun gatnamóta anni umferð og að tryggt verði að hjóla- og gönguleiðir séu hannaðar samhliða. Í ört vaxandi borg er aukinheldur þörf á að huga að framtíðar byggingarlandi. Framsókn lagði fram tillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að hefja skipulagsferli vegna húsnæðisuppbyggingar á Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu. Vísað beint í nefnd Áhugavert var að hlusta á málflutning meirihlutans þegar málið var til umræðu á fundi borgarstjórnar. Meirihlutinn sagðist vilja byggja á Geldinganesi en samþykkti samt ekki tillöguna. Í staðinn vísa þau tillögunni til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði. Þau segja það vera vegna þess að meirihlutinn vill ekki að tillagan fái flýtimeðferð. Miðað við núgildandi áætlanir verður Sundabraut ekki tekin í gagnið fyrr en í fyrsta lagi árið 2032. Tillaga Framsóknar gerði ekki ráð fyrir sérstakri flýtimeðferð á skipulagi á Geldinganesi. Hins vegar þarf að hanna Sundabraut þannig að hún taki mið af íbúðauppbyggingu ef Reykjavíkurborg ætlar að skipuleggja þar byggð í framtíðinni. Sennilegri skýring á málsmeðferð meirihlutans er að þeir fimm flokkar sem mynda vinstri meirihlutann í Reykjavík eru ekki allir sammála um endanlega niðurstöðu málsins. Enginn vilji var til að ræða uppbyggingu á Geldinganesi í síðasta meirihluta og áhugi á uppbyggingu í Úlfarsárdal lítill. Með semingi var uppbygging í Úlfarsárdal samþykkt inn í síðasta meirihlutasáttmála og sennilega þann nýja líka. Enn á eftir að ákveða hvort byggja eigi á Geldinganesi. Það er brýnt að ákvörðun um það liggi fyrir sem fyrst enda ljóst að um þannig mannvirki er að ræða þegar kemur að Sundabraut að því verður ekki auðveldlega breytt eftir á. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýr meirihluti borgarinnar virðist ætla að friðþægja Flokk fólksins sem hefur talað fyrir því að ryðja nýtt land með því að vísa uppbyggingu á Geldinganesi í nefnd. Raunverulegur áhugi á uppbyggingu virðist takmarkaður þrátt fyrir yfirlýsingar um mikil uppbyggingaráform. Tímabært að taka ákvörðun Það er mikið fagnaðarefni að vinna við valkostagreiningu um legu Sundabrautar er langt komin. Nú liggur því fyrir að taka þarf ákvörðun um hvar Sundabraut fari yfir Geldinganes og hvernig mislæg gatnamót á Geldinganesi verði hönnuð. Ýmsar gerðir mislægra gatnamóta koma til greina en ef skipuleggja á byggð á Geldinganesi er mikilvægt að hönnun gatnamóta anni umferð og að tryggt verði að hjóla- og gönguleiðir séu hannaðar samhliða. Í ört vaxandi borg er aukinheldur þörf á að huga að framtíðar byggingarlandi. Framsókn lagði fram tillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að hefja skipulagsferli vegna húsnæðisuppbyggingar á Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu. Vísað beint í nefnd Áhugavert var að hlusta á málflutning meirihlutans þegar málið var til umræðu á fundi borgarstjórnar. Meirihlutinn sagðist vilja byggja á Geldinganesi en samþykkti samt ekki tillöguna. Í staðinn vísa þau tillögunni til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði. Þau segja það vera vegna þess að meirihlutinn vill ekki að tillagan fái flýtimeðferð. Miðað við núgildandi áætlanir verður Sundabraut ekki tekin í gagnið fyrr en í fyrsta lagi árið 2032. Tillaga Framsóknar gerði ekki ráð fyrir sérstakri flýtimeðferð á skipulagi á Geldinganesi. Hins vegar þarf að hanna Sundabraut þannig að hún taki mið af íbúðauppbyggingu ef Reykjavíkurborg ætlar að skipuleggja þar byggð í framtíðinni. Sennilegri skýring á málsmeðferð meirihlutans er að þeir fimm flokkar sem mynda vinstri meirihlutann í Reykjavík eru ekki allir sammála um endanlega niðurstöðu málsins. Enginn vilji var til að ræða uppbyggingu á Geldinganesi í síðasta meirihluta og áhugi á uppbyggingu í Úlfarsárdal lítill. Með semingi var uppbygging í Úlfarsárdal samþykkt inn í síðasta meirihlutasáttmála og sennilega þann nýja líka. Enn á eftir að ákveða hvort byggja eigi á Geldinganesi. Það er brýnt að ákvörðun um það liggi fyrir sem fyrst enda ljóst að um þannig mannvirki er að ræða þegar kemur að Sundabraut að því verður ekki auðveldlega breytt eftir á. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun