Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar 20. mars 2025 10:02 Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Viðar Halldórsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar