Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Lífið leikur við David Okeke og það sést í leik hans með liði Álftaness. vísir/sigurjón Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni. Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira