Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar 22. mars 2025 22:30 Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun