Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 12:30 Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun