Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 24. mars 2025 14:30 Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Barnamálaráðherra segir af sér Börn og uppeldi Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar