Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 24. mars 2025 14:30 Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Barnamálaráðherra segir af sér Börn og uppeldi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun