Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2025 15:31 Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun