Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2025 15:31 Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun