„Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 18:03 Justin Kluivert er viss um Dean Huijsen verði ekki liðsfélagi hans hjá Bournemouth á næsta tímabili. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Dean Huijsen átti frábæran fyrsta leik í spænsku landsliðstreyjunni gegn Hollandi. Justin Kluivert, andstæðingur hans í gær en liðsfélagi hjá Bournemouth, segist viss um að Huijsen sé á förum frá félaginu í sumar. Huijsen fæddist í Hollandi en flutti til Spánar aðeins fimm ára gamall og kaus að spila fyrir spænska landsliðið. Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall hefur hann spilað stórt hlutverk hjá Bournemouth á tímabilinu og var kallaður í sitt fyrsta landsliðverkefni þegar Inigo Martinez datt út úr hópnum vegna meiðsla. Í fyrri leiknum spilaði hann rúman hálfleik eftir að Pau Cubarsí fór meiddur út af, í gær spilaði hann svo allan framlengdan leikinn. Einvígið endaði 3-3 og Spánn fór áfram með 5-4 sigri í vítaspyrnukeppni. Huijsen átti stoðsendinguna í þriðja marki Spánar þegar hann gaf langan bolta yfir vörnina á Lamine Yamal sem kláraði færið. ☄️ Yamal curler 🪄 Olise free-kick🎯 Samardžić stunner🤸♂️ Lukaku acrobaticsWhich is your favourite goal?#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/R03SPL4YsJ— UEFA EURO (@UEFAEURO) March 24, 2025 Sjö sinnum hreinsaði hann boltann úr hættulegri og einu sinni kom hann í veg fyrir skot sem stefndi að marki, engum leikmanni Hollands tókst að sóla sig framhjá honum, á 120 mínútum. 😱 Justin Kluivert, compañero de Dean Huijsen en el Bournemouth, con @matoribio85 “Yo sé que el próximo año no está con nosotros”📻https://t.co/NLZYepZL3K pic.twitter.com/UPUaf3cI0J— Radio MARCA (@RadioMARCA) March 24, 2025 „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ sagði liðsfélagi hans hjá Bournemouth, Justin Kluivert, eftir leik. Kluivert og Huijsen eru liðsfélagar hjá Bournemouth. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images „Hann er frábær viðbót fyrir spænskan fótbolta. Hann lítur út fyrir að hafa spilað á hæsta getustigi í mörg ár. Hann passar mjög vel inn í hópinn, bæði sem leikmaður en líka sem manneskja“ sagði spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente, sem hefur þó áður sagt að hann stefni á að halda tryggð við leikmennina sem voru í landsliðshópnum þegar Spánn varð Evrópumeistari síðasta sumar. Fjöldi stórliða eru sögð fylgjast með leikmanninum fyrir félagaskiptagluggann sem opnast í sumar. Liverpool hefur verið nefnt í því samhengi, þar sem Virgil Van Dijk hefur ekki enn skrifað undir samning og gæti verið á förum. Real Madrid er einnig sagt áhugasamt, liðið hefur glímt við mikil meiðsli í varnarlínunni á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Huijsen fæddist í Hollandi en flutti til Spánar aðeins fimm ára gamall og kaus að spila fyrir spænska landsliðið. Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall hefur hann spilað stórt hlutverk hjá Bournemouth á tímabilinu og var kallaður í sitt fyrsta landsliðverkefni þegar Inigo Martinez datt út úr hópnum vegna meiðsla. Í fyrri leiknum spilaði hann rúman hálfleik eftir að Pau Cubarsí fór meiddur út af, í gær spilaði hann svo allan framlengdan leikinn. Einvígið endaði 3-3 og Spánn fór áfram með 5-4 sigri í vítaspyrnukeppni. Huijsen átti stoðsendinguna í þriðja marki Spánar þegar hann gaf langan bolta yfir vörnina á Lamine Yamal sem kláraði færið. ☄️ Yamal curler 🪄 Olise free-kick🎯 Samardžić stunner🤸♂️ Lukaku acrobaticsWhich is your favourite goal?#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/R03SPL4YsJ— UEFA EURO (@UEFAEURO) March 24, 2025 Sjö sinnum hreinsaði hann boltann úr hættulegri og einu sinni kom hann í veg fyrir skot sem stefndi að marki, engum leikmanni Hollands tókst að sóla sig framhjá honum, á 120 mínútum. 😱 Justin Kluivert, compañero de Dean Huijsen en el Bournemouth, con @matoribio85 “Yo sé que el próximo año no está con nosotros”📻https://t.co/NLZYepZL3K pic.twitter.com/UPUaf3cI0J— Radio MARCA (@RadioMARCA) March 24, 2025 „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ sagði liðsfélagi hans hjá Bournemouth, Justin Kluivert, eftir leik. Kluivert og Huijsen eru liðsfélagar hjá Bournemouth. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images „Hann er frábær viðbót fyrir spænskan fótbolta. Hann lítur út fyrir að hafa spilað á hæsta getustigi í mörg ár. Hann passar mjög vel inn í hópinn, bæði sem leikmaður en líka sem manneskja“ sagði spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente, sem hefur þó áður sagt að hann stefni á að halda tryggð við leikmennina sem voru í landsliðshópnum þegar Spánn varð Evrópumeistari síðasta sumar. Fjöldi stórliða eru sögð fylgjast með leikmanninum fyrir félagaskiptagluggann sem opnast í sumar. Liverpool hefur verið nefnt í því samhengi, þar sem Virgil Van Dijk hefur ekki enn skrifað undir samning og gæti verið á förum. Real Madrid er einnig sagt áhugasamt, liðið hefur glímt við mikil meiðsli í varnarlínunni á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira