Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun