Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 11:02 Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun