„Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 21:16 Heiðar segir að Birgi sé frjálst að tjá sig með þeim hætti sem hann vilji, en að kjörnir fulltrúar eigi þó að vita betur en að standa í níði vegna fréttaflutnings. Málefnalegri gagnrýni sé þó alltaf vel tekið. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku. Birgir, sem er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og meðlimur í hljómsveitinni GusGus, birti myndband af athæfinu á Facebook. Þar sést Bónuspoki á afgreiðsluborði RÚV. Birgir bendir á pokann og segir við konu í afgreiðslunni: „Heyrðu, nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu? Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl.“ Með myndbandinu skrifar Birgir að hann hafi skutlað heimilissorpinu á fréttastofuna, og virðist hvetja fólk til að gera slíkt hið sama. Ætla má að tilefnið sé frétt RÚV af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ekki það versta í vikunni Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, segist lítið hafa að segja um uppátæki Birgis. „Það er tjáningarfrelsi í landinu, honum er auðvitað frjálst að tjá sig með þessum hætti og reyna að búa til eitthvað efni á samfélagsmiðlana sína. Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna,“ segir Heiðar. Starfsmenn fréttastofunnar taki uppátækið þó ekki inn á sig með nokkrum hætti. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til að draga til baka eða leiðrétta fréttaflutning af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki það versta sem ég hef séð í þessari viku, og langt frá því. Það sem situr í mér eru þær árásir sem fréttamennirnir sem unnu að málinu hafa þurft að sitja undir. Það finnst mér vera alvarlegt fyrir þá sem vinna í fjölmiðlum. Það er búið að vera virkilega ljótt að fylgjast með því hvernig fólk leyfir sér að tala og búa til einhvers konar samsæriskenningar um fólk sem er bara að vinna vinnuna sína, og veita stjórnmálamönnum og valdhöfum aðhald. Sem er það sem okkur bera að gera, sem vinnum á fjölmiðlum,“ segir Heiðar. Í sumum tilfellum komi slík orðræða frá fólki sem eigi að vita betur. „Eins og til dæmis Biggi Veira, sem er varaþingmaður.“ Málefnaleg gagnrýni annað en níð Heiðar segir, þrátt fyrir að samsæriskenningar og ruslagjörningar séu ekki tilefni til sérstakra viðbragða, að málefnaleg gagnrýni sé alltaf tekin til greina. „Við hlustum á hana og tökum mark á henni. Við erum búin að fara yfir okkar hlut í málinu, þessa frétt og vinnulagið, rætt það í þaula og skoðað. Það er ekki neitt komið fram sem gefur okkur ástæðu til að bakka með fréttina eða gera leiðréttingar á henni,“ segir Heiðar. Eftir standi, engu að síður, árásir á fréttamenn sem hafi unnið vel og heiðarlega að fréttinni, en fólk níði af þeim skóinn á netinu. Ráðherrann óánægður með Bigga Í samtali við mbl segir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og samflokksmaður Birgis, að háttarlag Birgis sé ekki boðlegt. Fjölmiðlar leiki mikilvægt lýðræðis- og aðhaldshlutverk í samfélaginu og það sé ekki sæmandi að stjórnmálafólk hamist á þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi, sem hefur málefni fjölmiðla á sinni könnu sem ráðherra, hefur brugðist við athæfi kjörinna fulltrúa stjórnarflokkanna sem snýr að fjölmiðlum. Í febrúar síðastliðnum sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, telja að endurskoða þyrfti opinbera fjölmiðlastyrki til Morgunblaðsins. Var það í kjölfar umfjöllunar blaðsins um styrki til Flokks fólksins og hagsmuni Sigurjóns sjálfs af strandveiðum. Logi fordæmdi þau ummæli. Fjölmiðlar Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Birgir, sem er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og meðlimur í hljómsveitinni GusGus, birti myndband af athæfinu á Facebook. Þar sést Bónuspoki á afgreiðsluborði RÚV. Birgir bendir á pokann og segir við konu í afgreiðslunni: „Heyrðu, nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu? Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl.“ Með myndbandinu skrifar Birgir að hann hafi skutlað heimilissorpinu á fréttastofuna, og virðist hvetja fólk til að gera slíkt hið sama. Ætla má að tilefnið sé frétt RÚV af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ekki það versta í vikunni Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, segist lítið hafa að segja um uppátæki Birgis. „Það er tjáningarfrelsi í landinu, honum er auðvitað frjálst að tjá sig með þessum hætti og reyna að búa til eitthvað efni á samfélagsmiðlana sína. Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna,“ segir Heiðar. Starfsmenn fréttastofunnar taki uppátækið þó ekki inn á sig með nokkrum hætti. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til að draga til baka eða leiðrétta fréttaflutning af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki það versta sem ég hef séð í þessari viku, og langt frá því. Það sem situr í mér eru þær árásir sem fréttamennirnir sem unnu að málinu hafa þurft að sitja undir. Það finnst mér vera alvarlegt fyrir þá sem vinna í fjölmiðlum. Það er búið að vera virkilega ljótt að fylgjast með því hvernig fólk leyfir sér að tala og búa til einhvers konar samsæriskenningar um fólk sem er bara að vinna vinnuna sína, og veita stjórnmálamönnum og valdhöfum aðhald. Sem er það sem okkur bera að gera, sem vinnum á fjölmiðlum,“ segir Heiðar. Í sumum tilfellum komi slík orðræða frá fólki sem eigi að vita betur. „Eins og til dæmis Biggi Veira, sem er varaþingmaður.“ Málefnaleg gagnrýni annað en níð Heiðar segir, þrátt fyrir að samsæriskenningar og ruslagjörningar séu ekki tilefni til sérstakra viðbragða, að málefnaleg gagnrýni sé alltaf tekin til greina. „Við hlustum á hana og tökum mark á henni. Við erum búin að fara yfir okkar hlut í málinu, þessa frétt og vinnulagið, rætt það í þaula og skoðað. Það er ekki neitt komið fram sem gefur okkur ástæðu til að bakka með fréttina eða gera leiðréttingar á henni,“ segir Heiðar. Eftir standi, engu að síður, árásir á fréttamenn sem hafi unnið vel og heiðarlega að fréttinni, en fólk níði af þeim skóinn á netinu. Ráðherrann óánægður með Bigga Í samtali við mbl segir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og samflokksmaður Birgis, að háttarlag Birgis sé ekki boðlegt. Fjölmiðlar leiki mikilvægt lýðræðis- og aðhaldshlutverk í samfélaginu og það sé ekki sæmandi að stjórnmálafólk hamist á þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi, sem hefur málefni fjölmiðla á sinni könnu sem ráðherra, hefur brugðist við athæfi kjörinna fulltrúa stjórnarflokkanna sem snýr að fjölmiðlum. Í febrúar síðastliðnum sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, telja að endurskoða þyrfti opinbera fjölmiðlastyrki til Morgunblaðsins. Var það í kjölfar umfjöllunar blaðsins um styrki til Flokks fólksins og hagsmuni Sigurjóns sjálfs af strandveiðum. Logi fordæmdi þau ummæli.
Fjölmiðlar Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira