Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2025 09:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað tollum á fjölda ríkja. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sagt að ESB muni vernda hagsmuni ríkja sinna. Getty Versta mögulega sviðsmyndin fyrir Ísland er að lenda á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. Ólíklegt sé að hún raungerist en yfirvöld þurfi að gæta viðskiptahagsmuna bæði til austurs og vesturs og tryggja áframhaldandi greiðan aðgang að mörkuðum. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) á útflutningi Íslands og áhrifa sem mögulegt tollastríð gæti haft á hann. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir tollastríð og boðað eða lagt á tolla sem beinast gegn helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, þar á meðal Kína, Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Tollarnir hafa beinst að fjölbreyttum vöruflokkum en einna helst áli og stáli. Nýjasta ákvörðun bandarískra yfirvalda er að setja 25 prósent toll á innfluttar bifreiðar. Sjá einnig: Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Mikill vöxtur hafi verið í útflutningi íslenskra iðnaðarvara til Bandaríkjanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu SI. Því séu ríkir hagsmunir að áfram verði greiður aðgangur að þeim markaði. Samtökin telja óvíst hvort eða með hvaða hætti tollar verði lagðir á íslenskan útflutning. Versta hugsanlega sviðsmyndin, að Ísland verði á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu, telst ólíkleg að mati SI en mikilvægt sé að stjórnvöld geri allt sem þau geti til að koma í veg fyrir sviðsmynd með því að tala máli Íslands. Evrópumarkaður langmikilvægastur fyrir Ísland „Heildarútflutningstekjur íslenska hagkerfisins voru 1.920 milljarðar króna á síðasta ári og var helmingur þess vöruútflutningur,“ segir í greiningu SI. Vöruútflutningurinn sé að mestu leyti bundinn við iðnað og sjávarútveg. Þá segir að stærsta útflutningsgreinin, iðnaður, hafi á síðasta ári aflaði 750 milljarða króna í útflutningstekjur. Það nemi 39 prósentum af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Þar að auki séu tvær af fjórum meginstoðum útflutnings innan iðnaðar, orkusækinn iðnaður og hugverkaiðnaður. Álver Norðuráls á Grundartangi.Landsvirkjun Stór hluti útflutnings sé útflutningur á áli og kísiljárni sem komi úr orkusæknum iðnaði. Útflutningur orkusækins iðnaðar hafi numið 442 milljörðum króna, 23 prósent af heildarútflutningi hagkerfisins, á síðasta ári. Þá hafi útflutningstekjur hugverkaiðnaðar numið 309 milljörðum, eða 16 prósent af heildarútflutningstekjum hagkerfisins, á síðasta ári. „Ef áætlanir fyrirtækja í greininni ganga eftir verður hún verðmætasta stoð útflutnings eftir fimm ár, þ.e. árið 2030,“ segir í greiningunni. Áhrif hugsanlegs tollastríðs ráðist af samsetningu utanríkisviðskipta en um sjötíu prósent af útflutningi íslensks iðnaðar eru vörur. Þar af sé Evrópumarkaður langmikilvægastur og Bandaríkjamarkaður næstmikilvægastur. Á síðasta ári voru fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til ríkja innan Evrópusambandsins fyrir 384 milljarða króna á síðasta ári. Þar helst séu ál og álvörur (293 milljarðar), tæki og vörur til lækninga (23 milljarðar) og kísiljárn (13 milljarðar króna). Útflutningur til Evrópulanda utan ESB á síðasta ári nam um 50 milljörðum króna en útflutningur til Bandaríkjanna nam 62 milljörðum. Þreföldun á fimm árum Þá segir í greiningunni að útflutningur iðnaðarvara til Bandaríkjanna hafi verið miklum vexti undanfarin ár. Á tveimur árum hafi hann tvöfaldast og ríflega þrefaldast á fimm árum. Á síðasta ári hafi verið fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til Bandaríkjanna fyrir 62 milljarða króna, samanborið við 31 milljarð króna árið 2022 og 19 milljarða króna árið 2020. Þar séu helst lækningavörur og -tæki (39 milljarðar) og kísiljárn (5 milljarðar). Þá kemur fram að í fyrra hafi verið meira flutt út af lækningavörum og -tækjum til Bandaríkjanna en af þorski. Útflutningur af slíkum vörum hafi verið í mestum vexti á því svæði síðustu misseri. Mörg fyrirtæki reiði sig á viðskipti á Bandaríkjamarkaði og því séu fyrir því að halda greiðum aðgangi að honum. „Til að draga úr neikvæðum áhrifum tollastefnu Bandaríkjanna þurfa íslensk stjórnvöld að beita virkri utanríkisstefnu sem miðar að því að halda greiðum aðgangi að mörkuðum og lágmarka áhrif þessa á íslenskan efnahag,“ segir í greiningunni. Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Áliðnaður Evrópusambandið Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) á útflutningi Íslands og áhrifa sem mögulegt tollastríð gæti haft á hann. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir tollastríð og boðað eða lagt á tolla sem beinast gegn helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, þar á meðal Kína, Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Tollarnir hafa beinst að fjölbreyttum vöruflokkum en einna helst áli og stáli. Nýjasta ákvörðun bandarískra yfirvalda er að setja 25 prósent toll á innfluttar bifreiðar. Sjá einnig: Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Mikill vöxtur hafi verið í útflutningi íslenskra iðnaðarvara til Bandaríkjanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu SI. Því séu ríkir hagsmunir að áfram verði greiður aðgangur að þeim markaði. Samtökin telja óvíst hvort eða með hvaða hætti tollar verði lagðir á íslenskan útflutning. Versta hugsanlega sviðsmyndin, að Ísland verði á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu, telst ólíkleg að mati SI en mikilvægt sé að stjórnvöld geri allt sem þau geti til að koma í veg fyrir sviðsmynd með því að tala máli Íslands. Evrópumarkaður langmikilvægastur fyrir Ísland „Heildarútflutningstekjur íslenska hagkerfisins voru 1.920 milljarðar króna á síðasta ári og var helmingur þess vöruútflutningur,“ segir í greiningu SI. Vöruútflutningurinn sé að mestu leyti bundinn við iðnað og sjávarútveg. Þá segir að stærsta útflutningsgreinin, iðnaður, hafi á síðasta ári aflaði 750 milljarða króna í útflutningstekjur. Það nemi 39 prósentum af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Þar að auki séu tvær af fjórum meginstoðum útflutnings innan iðnaðar, orkusækinn iðnaður og hugverkaiðnaður. Álver Norðuráls á Grundartangi.Landsvirkjun Stór hluti útflutnings sé útflutningur á áli og kísiljárni sem komi úr orkusæknum iðnaði. Útflutningur orkusækins iðnaðar hafi numið 442 milljörðum króna, 23 prósent af heildarútflutningi hagkerfisins, á síðasta ári. Þá hafi útflutningstekjur hugverkaiðnaðar numið 309 milljörðum, eða 16 prósent af heildarútflutningstekjum hagkerfisins, á síðasta ári. „Ef áætlanir fyrirtækja í greininni ganga eftir verður hún verðmætasta stoð útflutnings eftir fimm ár, þ.e. árið 2030,“ segir í greiningunni. Áhrif hugsanlegs tollastríðs ráðist af samsetningu utanríkisviðskipta en um sjötíu prósent af útflutningi íslensks iðnaðar eru vörur. Þar af sé Evrópumarkaður langmikilvægastur og Bandaríkjamarkaður næstmikilvægastur. Á síðasta ári voru fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til ríkja innan Evrópusambandsins fyrir 384 milljarða króna á síðasta ári. Þar helst séu ál og álvörur (293 milljarðar), tæki og vörur til lækninga (23 milljarðar) og kísiljárn (13 milljarðar króna). Útflutningur til Evrópulanda utan ESB á síðasta ári nam um 50 milljörðum króna en útflutningur til Bandaríkjanna nam 62 milljörðum. Þreföldun á fimm árum Þá segir í greiningunni að útflutningur iðnaðarvara til Bandaríkjanna hafi verið miklum vexti undanfarin ár. Á tveimur árum hafi hann tvöfaldast og ríflega þrefaldast á fimm árum. Á síðasta ári hafi verið fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til Bandaríkjanna fyrir 62 milljarða króna, samanborið við 31 milljarð króna árið 2022 og 19 milljarða króna árið 2020. Þar séu helst lækningavörur og -tæki (39 milljarðar) og kísiljárn (5 milljarðar). Þá kemur fram að í fyrra hafi verið meira flutt út af lækningavörum og -tækjum til Bandaríkjanna en af þorski. Útflutningur af slíkum vörum hafi verið í mestum vexti á því svæði síðustu misseri. Mörg fyrirtæki reiði sig á viðskipti á Bandaríkjamarkaði og því séu fyrir því að halda greiðum aðgangi að honum. „Til að draga úr neikvæðum áhrifum tollastefnu Bandaríkjanna þurfa íslensk stjórnvöld að beita virkri utanríkisstefnu sem miðar að því að halda greiðum aðgangi að mörkuðum og lágmarka áhrif þessa á íslenskan efnahag,“ segir í greiningunni.
Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Áliðnaður Evrópusambandið Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira