Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar 27. mars 2025 09:30 Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun