Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar 27. mars 2025 09:30 Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun