Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:02 Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar