10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar 27. mars 2025 13:17 Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar