Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:32 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun