Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Árni Jóhannsson skrifar 27. mars 2025 21:49 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var pirraður eftir tapið í kvöld og mátti vel vera það. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni. Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“ Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“
Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira