Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson og Styrmir Hallsson skrifa 28. mars 2025 07:02 Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun