Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 07:30 Gjert Ingebrigtsen er sakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi. epa/VIDAR RUUD Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29