Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 23:25 Mette Frederiksen segir Atlantshafsbandalagið þurfa að stórauka viðveru sína á norðurslóðum. EPA/Bo Amstrup Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira