Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar 29. mars 2025 19:01 Sjálfstætt starfandi grunnskólar eru veigamikill hluti íslensks skólakerfis. Hátt í 1.500 nemendur voru í sjálfstæðum grunnskólum á Íslandi árið 2023, hluti þeirra í alþjóðlegum deildum sem ekki eru í boði við aðra grunnskóla. Um þessar mundir hriktir í stoðum skólanna og ef fram fer sem horfir kann að verða úti um vinnustað fjölda nemenda og starfsfólks. Valkostum fækkar, það dregur úr fjölbreytni, samfélagið verður fátækara og síður bært til að mæta eftirspurn eftir alþjóðlegu grunnskólanámi. Meðal sjálfstæðra grunnskóla eru Barnaskólar Hjallastefnunnar, Landakotsskóli, Skóli Ísaks Jónssonar, Tjarnarskóli, grunnskólinn NÚ í Hafnarfirði, Suðurhlíðarskóli, Alþjóðaskólnn á Íslandi, Waldorfskólann í Lækjarbotnum og Waldorfskólinn Sólstafir. Flestir skólanna starfa í Reykjavík. Helsta áskorun sjálfstæðra skóla er fjármögnun skólastarfs. Hvað veldur? Fjárhagslegar forsendur Mikilvægt er að allir skilji að sjálfstæðir grunnskólar hér á landi eru ekki einkaskólar á borð við skóla sem eru t.d. reknir í Bandaríkjunum, Bretlandi eða Svíþjóð. Þeir eru ekki reknir í hagnaðarskyni og þeir safna ekki sjóðum. Margir þeirra eru reknir af félagasamtökum sjálfseignarstofnunum. Öllum skólunum er með lögum bannað að greiða arð til eigenda af fjárframlögum frá sveitarfélögum. Sagan sýnir að þá sjaldan að hagnaður myndast hjá einstökum skólum er hann nýttur til að mæta fyrri taprekstri og til innri fjárfestingar í skólastarfinu. Rekstur sjálfstæðra grunnskóla er að mestu fjármagnaður með framlögum frá sveitarfélögum. Samkvæmt lögum veita sveitarfélög sjálfstæðum skólum framlög sem nema að lágmarki 70 eða 75% af meðaltalsrekstrarkostnaði allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu, á hvern nemanda, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Við útreikninginn eru teknir saman allir skólar, bæði stórir hagkvæmir skólar og smáir óhagkvæmari skólar. Greitt er samkvæmt þessu meðaltali allra skóla þrátt fyrir að sjálfstæðir grunnskólar séu flestir smáir. Kostnaður sveitarfélaga á hvern nemanda 2.943.211 kr. Framlag sveitarfélags til sjálfstæðs skóla með færri en 200 nemendur 2.207.408 kr. Framlag sveitarfélags til sjálfstæðs grunnskóla með 200 nemendur eða fleiri 2.060.248 kr. Þar sem þessari nálgun er beitt fylgja hlutfallslega færri krónur grunnskólabarni sem stundar nám í sjálfstætt reknum grunnskóla en barni sem stundar nám í skóla sveitarfélags. Til viðbótar sitja sjálfstæðir skólar uppi með virðisaukaskatt sem skólar sveitarfélaga fá endurgreiddan. Geta þeir að fjármagnað sig sjálfir? Sjálfstæðum grunnskólum er heimilt að innheimta skólagjöld. Eigi fjármögnun þeirra að ná jafnstöðu við fjármögnun meðaltalsgrunnskóla sveitarfélaganna vantar sjálfstæðu skólana á bilinu 735–882 þús. kr. upp á hvert ár á hvern nemanda. Það liggur hins vegar fyrir að heimildina til innheimtu skólagjalda hafa sjálfstæðir grunnskólar nýtt af mikilli varfærni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stjórnendur þeirra hafa lagt áherslu á að skólarnir séu valkostur fyrir alla en ekki fáa. Engin vilji ríkir hjá sjálfstæðum grunnskólum að á því verði breyting. Við þessu hafa sjálfstæðir grunnskólar alla tíð brugðist með áherslu á hagkvæmni í öllum rekstri. Fyrir vikið er hlutfall launakostnaðar mjög hátt í sjálfstæðum grunnskólum og þeir því mjög viðkvæmir fyrir breytingum samkvæmt kjarasamningum. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna einstaklingar ráðast í stofnun og rekstur sjálfstæðra grunnskóla. Rekstur þeirra verður seint blómlegur og það þarf að leggja í stofnun þeirra fé sem litlar eða engar líkur eru á að fáist til baka. Stofnendur skólanna leggja fé, blóð, svita og tár og ferilinn að veði og gangast jafnvel undir persónulegar ábyrgðir til að tryggja rekstur sinna skóla. Þeir taka þannig áhættu sem sveitarfélögin losna undan. Í sumum tilvikum hafa stjórnendur tekist á hendur rekstur skólastarfs sem sveitarfélög hafa ekki áhuga á að taka að sér en hvetja samt til. Hér má t.d. nefna Landakotsskóla sem rekur alþjóðadeild og Alþjóðaskólann í Garðabæ. En ástæða þess að fólkið leggur þetta á sig er einföld. Sjálfstæðir grunnskólar eru reknir af hugsjónarfólki með ríkan vilja til að mæta þörfum skólabarna utan miðstýrðs fyrirkomulags um skólastarf sveitarfélaga. Viðhorfsbreytingar er þörf Sjálfstætt starfandi grunnskólar veita mikilvæga þjónustu sem samfélagið hvorki vill né getur farið á mis við. Mikilvægt er því að sveitarstjórnarfólk hafi hugfast að án þeirra verður flóknara að mæta þörfum skólabarna, innlendra sem erlendra, og foreldra þeirra. Sumir stjórnmálamenn virðast líta á sjálfstæða grunnskóla sem afgangsstærð. Þeim væri hollt að hafa í huga að sú er ekki skoðum skólabarna, foreldra þeirra, stjórnenda og starfsfólks sjálfstæðra grunnskóla. Í þeirra huga eru skólarnir mikilvægur hluti lífsins sjálfs. Samfélaglegir hagsmunir krefjast þess að hlúð verði að skólunum með sanngjörnum hætti. Ef ekki er brugðist við nú að bæta úr stöðu sjálfstætt starfandi skóla, stöndum við frammi talsvert fátæklegra skólaumhverfi Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Sjálfstætt starfandi grunnskólar eru veigamikill hluti íslensks skólakerfis. Hátt í 1.500 nemendur voru í sjálfstæðum grunnskólum á Íslandi árið 2023, hluti þeirra í alþjóðlegum deildum sem ekki eru í boði við aðra grunnskóla. Um þessar mundir hriktir í stoðum skólanna og ef fram fer sem horfir kann að verða úti um vinnustað fjölda nemenda og starfsfólks. Valkostum fækkar, það dregur úr fjölbreytni, samfélagið verður fátækara og síður bært til að mæta eftirspurn eftir alþjóðlegu grunnskólanámi. Meðal sjálfstæðra grunnskóla eru Barnaskólar Hjallastefnunnar, Landakotsskóli, Skóli Ísaks Jónssonar, Tjarnarskóli, grunnskólinn NÚ í Hafnarfirði, Suðurhlíðarskóli, Alþjóðaskólnn á Íslandi, Waldorfskólann í Lækjarbotnum og Waldorfskólinn Sólstafir. Flestir skólanna starfa í Reykjavík. Helsta áskorun sjálfstæðra skóla er fjármögnun skólastarfs. Hvað veldur? Fjárhagslegar forsendur Mikilvægt er að allir skilji að sjálfstæðir grunnskólar hér á landi eru ekki einkaskólar á borð við skóla sem eru t.d. reknir í Bandaríkjunum, Bretlandi eða Svíþjóð. Þeir eru ekki reknir í hagnaðarskyni og þeir safna ekki sjóðum. Margir þeirra eru reknir af félagasamtökum sjálfseignarstofnunum. Öllum skólunum er með lögum bannað að greiða arð til eigenda af fjárframlögum frá sveitarfélögum. Sagan sýnir að þá sjaldan að hagnaður myndast hjá einstökum skólum er hann nýttur til að mæta fyrri taprekstri og til innri fjárfestingar í skólastarfinu. Rekstur sjálfstæðra grunnskóla er að mestu fjármagnaður með framlögum frá sveitarfélögum. Samkvæmt lögum veita sveitarfélög sjálfstæðum skólum framlög sem nema að lágmarki 70 eða 75% af meðaltalsrekstrarkostnaði allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu, á hvern nemanda, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Við útreikninginn eru teknir saman allir skólar, bæði stórir hagkvæmir skólar og smáir óhagkvæmari skólar. Greitt er samkvæmt þessu meðaltali allra skóla þrátt fyrir að sjálfstæðir grunnskólar séu flestir smáir. Kostnaður sveitarfélaga á hvern nemanda 2.943.211 kr. Framlag sveitarfélags til sjálfstæðs skóla með færri en 200 nemendur 2.207.408 kr. Framlag sveitarfélags til sjálfstæðs grunnskóla með 200 nemendur eða fleiri 2.060.248 kr. Þar sem þessari nálgun er beitt fylgja hlutfallslega færri krónur grunnskólabarni sem stundar nám í sjálfstætt reknum grunnskóla en barni sem stundar nám í skóla sveitarfélags. Til viðbótar sitja sjálfstæðir skólar uppi með virðisaukaskatt sem skólar sveitarfélaga fá endurgreiddan. Geta þeir að fjármagnað sig sjálfir? Sjálfstæðum grunnskólum er heimilt að innheimta skólagjöld. Eigi fjármögnun þeirra að ná jafnstöðu við fjármögnun meðaltalsgrunnskóla sveitarfélaganna vantar sjálfstæðu skólana á bilinu 735–882 þús. kr. upp á hvert ár á hvern nemanda. Það liggur hins vegar fyrir að heimildina til innheimtu skólagjalda hafa sjálfstæðir grunnskólar nýtt af mikilli varfærni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stjórnendur þeirra hafa lagt áherslu á að skólarnir séu valkostur fyrir alla en ekki fáa. Engin vilji ríkir hjá sjálfstæðum grunnskólum að á því verði breyting. Við þessu hafa sjálfstæðir grunnskólar alla tíð brugðist með áherslu á hagkvæmni í öllum rekstri. Fyrir vikið er hlutfall launakostnaðar mjög hátt í sjálfstæðum grunnskólum og þeir því mjög viðkvæmir fyrir breytingum samkvæmt kjarasamningum. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna einstaklingar ráðast í stofnun og rekstur sjálfstæðra grunnskóla. Rekstur þeirra verður seint blómlegur og það þarf að leggja í stofnun þeirra fé sem litlar eða engar líkur eru á að fáist til baka. Stofnendur skólanna leggja fé, blóð, svita og tár og ferilinn að veði og gangast jafnvel undir persónulegar ábyrgðir til að tryggja rekstur sinna skóla. Þeir taka þannig áhættu sem sveitarfélögin losna undan. Í sumum tilvikum hafa stjórnendur tekist á hendur rekstur skólastarfs sem sveitarfélög hafa ekki áhuga á að taka að sér en hvetja samt til. Hér má t.d. nefna Landakotsskóla sem rekur alþjóðadeild og Alþjóðaskólann í Garðabæ. En ástæða þess að fólkið leggur þetta á sig er einföld. Sjálfstæðir grunnskólar eru reknir af hugsjónarfólki með ríkan vilja til að mæta þörfum skólabarna utan miðstýrðs fyrirkomulags um skólastarf sveitarfélaga. Viðhorfsbreytingar er þörf Sjálfstætt starfandi grunnskólar veita mikilvæga þjónustu sem samfélagið hvorki vill né getur farið á mis við. Mikilvægt er því að sveitarstjórnarfólk hafi hugfast að án þeirra verður flóknara að mæta þörfum skólabarna, innlendra sem erlendra, og foreldra þeirra. Sumir stjórnmálamenn virðast líta á sjálfstæða grunnskóla sem afgangsstærð. Þeim væri hollt að hafa í huga að sú er ekki skoðum skólabarna, foreldra þeirra, stjórnenda og starfsfólks sjálfstæðra grunnskóla. Í þeirra huga eru skólarnir mikilvægur hluti lífsins sjálfs. Samfélaglegir hagsmunir krefjast þess að hlúð verði að skólunum með sanngjörnum hætti. Ef ekki er brugðist við nú að bæta úr stöðu sjálfstætt starfandi skóla, stöndum við frammi talsvert fátæklegra skólaumhverfi Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun