Björn hvergi af baki dottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:24 Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent