Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2025 09:54 Kolaorkuverið í Salmisaari í suðvestanverðri Helsinki. Starfsemi þess var hætt í gær. Vísir/EPA Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna. Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár. Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár.
Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent