„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 14:30 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls er klár í komandi úrslitakeppni sem hefst í kvöld í Bónus deild karla. Vísir/Jón Gautur Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar. „Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
„Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira