Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2025 12:11 Kona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar úr Steinafjalli á mánudag. Hún var erlendur ferðamaður. Vísir/stefán Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“ Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“
Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39