Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 17:02 Mike Myers á Anfield, heimavelli Liverpool, í pósu karaktersins Dr. Evil sem hann gerði ódauðlegan í Austin Powers-myndunum í kringum aldamót. Twitter Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum. Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira