Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar 4. apríl 2025 09:03 Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vegagerð Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar