Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2025 10:00 Hlín í hlutverki sínu í Töfraflautunni. Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku. Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín. Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín.
Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira