Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. apríl 2025 08:02 Upplifun Ragnars er sú að sveinspróf í framreiðslu sé hálfpartinn orðið verðlaust á íslenskum vinnumarkaði eins og staðan er í dag. Samsett „Þetta er alls ekki góð þróun. Það er eins og veitingahúsaeigendum sé orðið alveg sama um fegurðina, og upplifunina sem fólk sækist eftir þegar það fer út að borða. Það er bara verið að hugsa um söluna og gróðann,“ segir Ragnar Þór Antonsson. Ragnar Þór lauk sveinsprófi í framreiðslu árið 2023. Honum var nýlega sagt upp á störfum á hóteli í Reykjavík þar sem hann var eini faglærði þjónninn – á meðan hinir þjónarnir, allir erlendir og ófaglærðir, héldu vinnunni. Undanfarnar vikur hefur Ragnar að eigin sögn sótt um óteljandi störf sem framreiðslumaður en árangurs. Upplifun hans er sú að veitingastaðir taki erlent og ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Honum sé í raun „refsað“ fyrir að hafa sótt sér í menntun í faginu. Eini íslenski þjóninn á fjögurra stjörnu hóteli Ragnar átti að eigin sögn alltaf erfitt með bóknám og vissi þess vegna að iðnám hentaði honum mun betur. Hann hefur alltaf haft áhuga á mat og drykk og fundist gaman að vera í kringum fólk. Honum fannst því eins og hann væri loksins komin á rétta hillu þegar hann byrjaði í framreiðslunámi í MK. „Það sem upphaflega dró mig í þetta var að mig langaði að verða barþjónn. Áður en ég vissi af þá var ég kominn „all in“ í þjónastarfið og á meðan ég var í náminu starfaði ég á Jamie Oliver veitingastaðnum og á Nauthól.“ Ragnar var í hópi átta nemenda sem útskrifuðust úr MK um vorið 2022 og hann lauk síðan sveinsprófinu í janúar árið 2023. Á þeim tíma reyndist ekki erfitt fyrir lærðan framreiðslumann að fá vinnu. Hann færði sig um set og hóf störf á veitingastað á fjögurra stjörnu hóteli í Reykjavík þar sem hann kunni vel við sig. Faglærður í hærri launaflokki „Ég var eini menntaði framreiðslumaðurinn, og ég var líka eini íslenski starfsmaðurinn, fyrir utan hótelstjórann. Allir hinir þjónarnir voru erlendir og ófaglærðir og töluðu enga íslensku. Þau stóðu sig vissulega vel og voru að gera sitt besta, en ég lenti oft í því að það var kallað í mig út af hinu og þessu sem kom upp vegna tungumálaörðugleika.“ Þar sem að Ragnar var eini faglærði þjóninn var hann af augljósum ástæðum í hærri launaflokki en hinir. Í lok desember síðastliðinn, eftir tæp tvö ár í starfi, fékk hann uppsagnarbréf frá vinnustaðnum. Var honum eigin sögn tjáð að skipulagsbreytingar væru fram undan og fækka þyrfti starfsfólki. „Það var eina útskýringin sem ég fékk. Mér skildist að veitingastjóranum hefði líka verið sagt upp. Ég tók þessu þannig að það ætti segja upp fleirum en nokkrum dögum seinna komst ég því að ég var eini þjónninn sem var sagt upp.“ Sveinspróf nánast orðið ónýtur pappír Þriggja mánaða uppsagnarfresti Ragnars lýkur um næstu mánaðamót. Undanfarnar vikur hefur hann leitað að nýju starfi, og þá aðallega í gegnum Alfreð. Í langflestum af þeim atvinnuauglýsingum sem birtar eru á Alfreð og auglýst eftir þjónum eru ekki gerðar kröfur um fagmenntun. „Ég er búinn að sækja um svo mörg störf að ég er búinn að missa töluna á því. En langoftast, ég myndi segja í svona 75 prósent tilfella, þá fæ ég ekki einu sinni svar. Ég er núna að bíða eftir svari frá einum stað, en eina ástæðan fyrir því að ég er hugsanlega komin með vinnu þar er út af samböndum, semsagt klíku.“ Upplifun Ragnars er sú að sveinspróf í framreiðslu sé hálfpartinn orðið verðlaust á íslenskum vinnumarkaði eins og staðan er í dag. „Ónýtur pappír“ eins og hann orðar það. Það sé þungur biti að kyngja, enda hafi hann lagt það á sig að fara í nám á sínum tíma. Sorgleg þróun „Þessi þróun er í raun búin að vera í gangi í dágóðan tíma; sérstaklega eftir þessa rosalega uppsveiflu í ferðamannaiðnaðinum. Fyrir einhverjum árum síðan vorum við ekki að ná að anna markaðnum í útskrift á fagmenntuðu fólki. Nú blasir við að veitingastöðunum sem þarf að manna hefur fjölgað gífurlega,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís í samtali við Vísi. Líkt og Óskar bendir á þá er starfsheitið framreiðslumaður lögverndað – en ekki starfið sjálft.Aðsend „Undanfarin ár höfum við reynt að vinna að því að fjölga fagmenntuðum í matvælagreinum, og þá einmitt sérstaklega í framreiðslu og kjötiðn af því að þar hefur samningum fækkað verulega. Það er þess vegna hrikalegt að heyra af því að fagmenntuðum aðilum sé sagt upp störfum og verið að keyra um á ófaglærðu fólki í hagræðingarskyni. En að sama skapi er erfitt að sjá hvernig hægt er að sporna við þessu.“ Líkt og Óskar bendir á þá er starfsheitið framreiðslumaður lögverndað – en ekki starfið sjálft. „Þess vegna er hægt að vera með ófaglært fólk í svo mörgum stöðum. Þetta er það sem margar iðngreinar eru að berjast við. Við erum alltaf að reyna að efla námið hjá okkur og hvetja ungt fólk til að sækja sér menntun í þessum greinum og höfum verið í samvinnu með SAM um að hvetja fyrirtækin til að fjölga fagmenntuðum hjá sér,“ segir Óskar. En þetta er svo sannarlega ekki þróunin sem við viljum sjá í þessum geira, þegar fyrirtækin sjá ekki hag sinn í að vera með fagmenntað fólk. Óskar bætir við að þessi þróun sé síst til þess fallin til að hvetja fólk í framreiðslunám. „Enda segir sig sjálft að staðir sem ætla að taka inn nema þurfa að vera með fagmenntað fólk á sínum snærum.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ragnar Þór lauk sveinsprófi í framreiðslu árið 2023. Honum var nýlega sagt upp á störfum á hóteli í Reykjavík þar sem hann var eini faglærði þjónninn – á meðan hinir þjónarnir, allir erlendir og ófaglærðir, héldu vinnunni. Undanfarnar vikur hefur Ragnar að eigin sögn sótt um óteljandi störf sem framreiðslumaður en árangurs. Upplifun hans er sú að veitingastaðir taki erlent og ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Honum sé í raun „refsað“ fyrir að hafa sótt sér í menntun í faginu. Eini íslenski þjóninn á fjögurra stjörnu hóteli Ragnar átti að eigin sögn alltaf erfitt með bóknám og vissi þess vegna að iðnám hentaði honum mun betur. Hann hefur alltaf haft áhuga á mat og drykk og fundist gaman að vera í kringum fólk. Honum fannst því eins og hann væri loksins komin á rétta hillu þegar hann byrjaði í framreiðslunámi í MK. „Það sem upphaflega dró mig í þetta var að mig langaði að verða barþjónn. Áður en ég vissi af þá var ég kominn „all in“ í þjónastarfið og á meðan ég var í náminu starfaði ég á Jamie Oliver veitingastaðnum og á Nauthól.“ Ragnar var í hópi átta nemenda sem útskrifuðust úr MK um vorið 2022 og hann lauk síðan sveinsprófinu í janúar árið 2023. Á þeim tíma reyndist ekki erfitt fyrir lærðan framreiðslumann að fá vinnu. Hann færði sig um set og hóf störf á veitingastað á fjögurra stjörnu hóteli í Reykjavík þar sem hann kunni vel við sig. Faglærður í hærri launaflokki „Ég var eini menntaði framreiðslumaðurinn, og ég var líka eini íslenski starfsmaðurinn, fyrir utan hótelstjórann. Allir hinir þjónarnir voru erlendir og ófaglærðir og töluðu enga íslensku. Þau stóðu sig vissulega vel og voru að gera sitt besta, en ég lenti oft í því að það var kallað í mig út af hinu og þessu sem kom upp vegna tungumálaörðugleika.“ Þar sem að Ragnar var eini faglærði þjóninn var hann af augljósum ástæðum í hærri launaflokki en hinir. Í lok desember síðastliðinn, eftir tæp tvö ár í starfi, fékk hann uppsagnarbréf frá vinnustaðnum. Var honum eigin sögn tjáð að skipulagsbreytingar væru fram undan og fækka þyrfti starfsfólki. „Það var eina útskýringin sem ég fékk. Mér skildist að veitingastjóranum hefði líka verið sagt upp. Ég tók þessu þannig að það ætti segja upp fleirum en nokkrum dögum seinna komst ég því að ég var eini þjónninn sem var sagt upp.“ Sveinspróf nánast orðið ónýtur pappír Þriggja mánaða uppsagnarfresti Ragnars lýkur um næstu mánaðamót. Undanfarnar vikur hefur hann leitað að nýju starfi, og þá aðallega í gegnum Alfreð. Í langflestum af þeim atvinnuauglýsingum sem birtar eru á Alfreð og auglýst eftir þjónum eru ekki gerðar kröfur um fagmenntun. „Ég er búinn að sækja um svo mörg störf að ég er búinn að missa töluna á því. En langoftast, ég myndi segja í svona 75 prósent tilfella, þá fæ ég ekki einu sinni svar. Ég er núna að bíða eftir svari frá einum stað, en eina ástæðan fyrir því að ég er hugsanlega komin með vinnu þar er út af samböndum, semsagt klíku.“ Upplifun Ragnars er sú að sveinspróf í framreiðslu sé hálfpartinn orðið verðlaust á íslenskum vinnumarkaði eins og staðan er í dag. „Ónýtur pappír“ eins og hann orðar það. Það sé þungur biti að kyngja, enda hafi hann lagt það á sig að fara í nám á sínum tíma. Sorgleg þróun „Þessi þróun er í raun búin að vera í gangi í dágóðan tíma; sérstaklega eftir þessa rosalega uppsveiflu í ferðamannaiðnaðinum. Fyrir einhverjum árum síðan vorum við ekki að ná að anna markaðnum í útskrift á fagmenntuðu fólki. Nú blasir við að veitingastöðunum sem þarf að manna hefur fjölgað gífurlega,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís í samtali við Vísi. Líkt og Óskar bendir á þá er starfsheitið framreiðslumaður lögverndað – en ekki starfið sjálft.Aðsend „Undanfarin ár höfum við reynt að vinna að því að fjölga fagmenntuðum í matvælagreinum, og þá einmitt sérstaklega í framreiðslu og kjötiðn af því að þar hefur samningum fækkað verulega. Það er þess vegna hrikalegt að heyra af því að fagmenntuðum aðilum sé sagt upp störfum og verið að keyra um á ófaglærðu fólki í hagræðingarskyni. En að sama skapi er erfitt að sjá hvernig hægt er að sporna við þessu.“ Líkt og Óskar bendir á þá er starfsheitið framreiðslumaður lögverndað – en ekki starfið sjálft. „Þess vegna er hægt að vera með ófaglært fólk í svo mörgum stöðum. Þetta er það sem margar iðngreinar eru að berjast við. Við erum alltaf að reyna að efla námið hjá okkur og hvetja ungt fólk til að sækja sér menntun í þessum greinum og höfum verið í samvinnu með SAM um að hvetja fyrirtækin til að fjölga fagmenntuðum hjá sér,“ segir Óskar. En þetta er svo sannarlega ekki þróunin sem við viljum sjá í þessum geira, þegar fyrirtækin sjá ekki hag sinn í að vera með fagmenntað fólk. Óskar bætir við að þessi þróun sé síst til þess fallin til að hvetja fólk í framreiðslunám. „Enda segir sig sjálft að staðir sem ætla að taka inn nema þurfa að vera með fagmenntað fólk á sínum snærum.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira