Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar 4. apríl 2025 12:32 Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun