Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir báru sigur úr býtum í keppninni þetta árið. Alexander hafði betur gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitunum en Ingibjörg vann sannfærandi sigur á Kittu Einarsdóttur.
Þau unnu ekki bara mótið heldur fengu frábæra vinninga. Peningaverðlaun sem og flug og gistingu í London þar sem þau munu horfa á HM í Ally Pally næsta desember.